Úlfar í trúargæru Hildur Björnsdóttir skrifar 19. janúar 2015 11:36 Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun