McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:15 Conor stekkur yfir búrið. vísir/getty Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45
Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30