Matthew svaf Knútsmegin í rúminu hennar Önnu á Hofi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 10:15 Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39
Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30
Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30
Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31
Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43