Þú skalt verða auðsveipur og undirgefinn þiggjandi Þórarinn Eyfjörð skrifar 19. desember 2014 07:00 Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina. Sjálfsmyndin er samsett úr mörgum ólíkum þáttum eins og lífsbaráttu og þrautagöngu á viðsjárverðum tímum, sigrum á hungri og óblíðri náttúru, framförum og sögum um hvernig sigrarnir í ómanneskjulegri baráttu unnust. Til að flytja sjálfsmynd þjóðar milli kynslóða eigum við síðan meðul frásagnarinnar, fréttaþularins og listagyðjanna til að flytja okkur sögurnar um okkur sjálf. Söguna sem gerir okkur að því sem við erum. Miðlarnir miðla okkur sjálfsmynd. Þannig er það nær undantekningalaust að þegar aðrar þjóðir eru heimsóttar er gestum tryggilega sagt frá þeim sögulegu og menningarlegu táknum sem þjóðin telur sameiningartákn sín. Oftar en ekki er um að ræða náttúruundur annars vegar og menningarstofnanir hins vegar. Stofnanir sem flytja þjóðinni staðfestingu um að hún sé þjóð meðal þjóða og að hún hafi einhverju að miðla til alls heimsins. Oft er um að ræða stofnanir eins og þjóðleikhús, óperu og aðrar menningarstofnanir, merkar byggingar í nútíma- og sögulegu samhengi og… já, sameiginlegt ríkisútvarp. Í þeirri umbyltingu sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á fyrri hluta síðustu aldar, má sjá hvernig forvígismenn og -konur lögðu mikla áherslu á að þjóðin eignaðist menningarstofnanir. Stofnanir sem stæðu upp úr baslinu, dægurmálaþrasi, lágkúru og meðal- og undirmennsku. Menningarstofnanir sem myndu blása þjóðinni hugrekki í brjóst og efla þrótt til að halda fram á veginn. Þessar stofnanir áttu að styrkja sjálfsmynd lítillar þjóðar. Það er athyglisvert að Ríkisútvarpið var stofnað 1930 í upphafi kreppunnar miklu og bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið árið 1950 í kjölfar mesta hildarleiks sögunnar, heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessar tímasetningar eru trúlega ekki tómar tilviljanir. Á myrkustu skeiðum þarf fólk að sjá ljóstýru í svartnættinu, eygja von í óvissri framtíð, bera höfuðið hátt og vera þjóð meðal þjóða. Eiga sér sjálfsmynd, sjálfstæði og sjálfstraust í eigin menningu. Mikilvægt hlutverk Listir og menningarstofnanir eru bæði spegill og bergmál samtímans. Menningarstofnanir okkar gegna mikilvægu hlutverki í að styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar og þar er þáttur Ríkisútvarps/sjónvarps ótvíræður. Hjá Ríkisútvarpinu átti Sinfóníuhljómsveit Íslands skjól um langa hríð, tónleika hennar hafa hljóðmeistarar útvarpsins hljóðritað árum saman. Ríkisútvarpið hefur verið varðstöð íslenskrar tungu um árabil, flutningsleið erlendra menningarstrauma og gagnrýnnar hugsunar, miðlari fjölbreyttra lífshátta landans, samfélagsspegill og ljósgjafi nýrra hugmynda. Síðan en ekki síst hefur Ríkisútvarpið verið sá fréttamiðill sem þjóðin hefur alltaf treyst best. Í froðu engilsaxneskrar lágkúru og neysluauglýsingaofbeldis sem flæðir yfir þjóðina, er mikilvægt að styrkur Ríkisútvarpsins sé sem mestur. Einmitt þá stefnir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins einbeitt að því að gelda stofnunina. Þegar spurt er hverju þetta sæti þá blasir við að stjórnarherrarnir og félagar þeirra eru ósáttir við þá umfjöllun sem verk þeirra fá. Sá fjölmiðill sem landsmenn treysta best má ekki vera með faglega umfjöllun um verk núverandi stjórnarherra. Nú skal þagga niður þessa hvimleiðu neikvæðni. Skilaboðin frá stjórnarherrunum eru skýr; ríkisfjölmiðillinn skal læra að sitja, standa og þegja eins og þeir vilja. Þeirra er valdið og stofnunin skal læra að haga sér eins og auðsveipur og undirgefinn þiggjandi. Eins og þjóðinni er núna einnig gert að temja sér.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun