Lífið

Game of Thrones á Snæfellsnesi

Freyr Bjarnason skrifar
Game of Thrones Þetta verður í fyrsta sinn sem atriði fyrir Game of Thrones verða tekin upp á Snæfellsnesi.
Game of Thrones Þetta verður í fyrsta sinn sem atriði fyrir Game of Thrones verða tekin upp á Snæfellsnesi.
Landslagstökur fyrir fimmtu þáttaröð Game Of Thrones hefjast á Snæfellsnesi á mánudaginn og standa yfir í eina viku.

Eins og gefur að skilja taka engir leikarar þátt í tökunum en um tíu manns munu vinna við þær. Þetta verður í fyrsta sinn sem tökur fyrir þættina fara fram á Snæfellsnesi og verða þær niðri við sjávarmálið.

Ekki stóð til að mynda meira á Íslandi á þessu ári fyrir Game of Thrones en hætt var við það. „Þetta er það seint á árinu og birtan er svo stutt hérna,“ segir Snorri Þórðarson hjá Pegasusi, aðspurður. „Það er ekki hægt að koma með einhverjar stórar senur en við myndum umhverfið,“ segir hann og bætir við að atriðunum sem tekin eru hér heima verður skeytt saman við atriði sem voru tekin upp erlendis. Þar klárast aðaltökur fyrir fimmtu seríuna um þessa helgi.

Spurður hvort tökur séu fyrirhugaðar fyrir Game of Thrones á næsta ári, sagði Snorri það óvíst. „Eins og þeir segja: „Winter is coming“. Aðaltökunum er alla vega að ljúka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×