Kófsveittir og skjálfandi hestar á kerrum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Það er áhyggjuefni að á hverju ári berast fréttir af hestakerrum með hestum innanborðs sem velta, eða slitna aftan úr bílum, að hestar detti úr kerrum, að þeir drepist og slasist. Hér er dæmi um raunverulega fregn úr fjölmiðlum; „Stór hestakerra, sem dregin var af jeppabifreið, valt síðdegis í dag. Eitt af fjórum hrossum sem voru í kerrunni drapst þegar það varð undir kerrunni. Hin þrjú hrossin voru teymd heim að bæ. Að sögn sjónarvotta voru þau eitthvað blóðug…“ Hestakerrur eru einfaldlega skráðar sem eftirvagnar og skoðaðar sem slíkar, svo sem bremsubúnaður og burðarþol. Um skráða eftirvagna gildir að aka má með þá á 80 km hraða að hámarki. Þegar lifandi dýr er flutt ættu menn auðvitað að aka sérstaklega varlega. Svo refsisöm er umferðin, að ef ekið er á löglegum hraða þá er stundum flautað af öðrum vegfarendum. En það eru fyrst og fremst hestarnir sem líða, þegar hinn óþolinmóði flautar á hinn ábyrga. Hinn almenni ökumaður verður að gera ráð fyrir hestakerrum og farþegum þeirra. Mál okkar allra Iðulega er hins vegar ekið á „venjulegum umferðarhraða“ með hestakerrur í eftirdragi, sem er allt of hratt. Slíkt tillitsleysi veldur hestunum vanlíðan en þeir geta einnig meiðst inni í kerrunum við óvarlegan akstur. Andlega álagið skiptir máli, enda eru hestar skyni gæddar verur. Hér á aldrei að hafa í flimtingum að „þeir verði bara að venjast þessu“ og aka svo á fullri ferð, með beygjur og bremsun í stíl. Því miður virðist það oft gert – af hestamönnum. Skýtur þetta ekki skökku við? Eitt sérlega ógeðfellt dæmi frá því í ágúst síðastliðnum greinir frá því að hestur datt af kerru á leið til slátrunar á Suðurlandi. Hann fótbrotnaði. Honum var komið aftur upp á kerruna og keyrður þannig í sláturhúsið. Dýraverndarsamband Íslands hefur að sjálfsögðu óskað eftir athugun á þessu máli til MAST. Hér er margt að athuga: hvernig hestinum var komið fyrir á kerrunni þannig að hann „datt“ bara af henni, hvernig stendur á því að honum var dröslað fótbrotnum aftur upp á kerruna – að því er virðist með aðstoð lögreglu – og að lokum vísað til ábyrgðar sláturhússins sem tekur við slösuðu dýri til aflífunar. Kuldalega var hann kvaddur þessi hestur, en auðvitað átti að aflífa hann á staðnum til að losa hann við frekari þjáningar eftir slysið. Það er kominn tími til að endurskoða hvernig hestamenning okkar hefur þróast um þessi mál. Þau okkar sem ábyrg erum: hnippum í hina sem hafa ekki áttað sig á þessu. Samtal um góða meðferð á dýrum á alltaf rétt á sér. Þetta er mál okkar allra, hestamanna og líka annarra. Hestar eru fluttir landshorna á milli í hestakerrum í hundraðatali ár hvert. Þeir hafa ekki forsendur til að skilja hvað er að gerast með sama hætti og við – en þeir þurfa samt að venjast því. Helst á eðlilegum forsendum. Veltið fyrir ykkur af hverju hestar koma stundum kófsveittir og skjálfandi út úr kerrum eftir flutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að á hverju ári berast fréttir af hestakerrum með hestum innanborðs sem velta, eða slitna aftan úr bílum, að hestar detti úr kerrum, að þeir drepist og slasist. Hér er dæmi um raunverulega fregn úr fjölmiðlum; „Stór hestakerra, sem dregin var af jeppabifreið, valt síðdegis í dag. Eitt af fjórum hrossum sem voru í kerrunni drapst þegar það varð undir kerrunni. Hin þrjú hrossin voru teymd heim að bæ. Að sögn sjónarvotta voru þau eitthvað blóðug…“ Hestakerrur eru einfaldlega skráðar sem eftirvagnar og skoðaðar sem slíkar, svo sem bremsubúnaður og burðarþol. Um skráða eftirvagna gildir að aka má með þá á 80 km hraða að hámarki. Þegar lifandi dýr er flutt ættu menn auðvitað að aka sérstaklega varlega. Svo refsisöm er umferðin, að ef ekið er á löglegum hraða þá er stundum flautað af öðrum vegfarendum. En það eru fyrst og fremst hestarnir sem líða, þegar hinn óþolinmóði flautar á hinn ábyrga. Hinn almenni ökumaður verður að gera ráð fyrir hestakerrum og farþegum þeirra. Mál okkar allra Iðulega er hins vegar ekið á „venjulegum umferðarhraða“ með hestakerrur í eftirdragi, sem er allt of hratt. Slíkt tillitsleysi veldur hestunum vanlíðan en þeir geta einnig meiðst inni í kerrunum við óvarlegan akstur. Andlega álagið skiptir máli, enda eru hestar skyni gæddar verur. Hér á aldrei að hafa í flimtingum að „þeir verði bara að venjast þessu“ og aka svo á fullri ferð, með beygjur og bremsun í stíl. Því miður virðist það oft gert – af hestamönnum. Skýtur þetta ekki skökku við? Eitt sérlega ógeðfellt dæmi frá því í ágúst síðastliðnum greinir frá því að hestur datt af kerru á leið til slátrunar á Suðurlandi. Hann fótbrotnaði. Honum var komið aftur upp á kerruna og keyrður þannig í sláturhúsið. Dýraverndarsamband Íslands hefur að sjálfsögðu óskað eftir athugun á þessu máli til MAST. Hér er margt að athuga: hvernig hestinum var komið fyrir á kerrunni þannig að hann „datt“ bara af henni, hvernig stendur á því að honum var dröslað fótbrotnum aftur upp á kerruna – að því er virðist með aðstoð lögreglu – og að lokum vísað til ábyrgðar sláturhússins sem tekur við slösuðu dýri til aflífunar. Kuldalega var hann kvaddur þessi hestur, en auðvitað átti að aflífa hann á staðnum til að losa hann við frekari þjáningar eftir slysið. Það er kominn tími til að endurskoða hvernig hestamenning okkar hefur þróast um þessi mál. Þau okkar sem ábyrg erum: hnippum í hina sem hafa ekki áttað sig á þessu. Samtal um góða meðferð á dýrum á alltaf rétt á sér. Þetta er mál okkar allra, hestamanna og líka annarra. Hestar eru fluttir landshorna á milli í hestakerrum í hundraðatali ár hvert. Þeir hafa ekki forsendur til að skilja hvað er að gerast með sama hætti og við – en þeir þurfa samt að venjast því. Helst á eðlilegum forsendum. Veltið fyrir ykkur af hverju hestar koma stundum kófsveittir og skjálfandi út úr kerrum eftir flutning.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun