Unnsteinn Guðmundsson, eigandi 4fish ehf. í Grundarfirði og vélstjóri, hlaut í gær verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar fyrir framúrstefnuhugmynd ársins 2014 en hann hefur þróað sporðskurðarvél sem getur aukið gæði flökunar í flökunarvélum.
Vélin hefur, samkvæmt fréttatilkynningu ráðstefnunnar, verið í prófun í sjö mánuði hjá fiskvinnslu G.Run hf. í Grundarfirði. Með henni sé hægt að sporðskera fisk fyrir flökun og þannig leysa ákveðið vandamál sem þekkt sé í öllum gerðum flökunarvéla.
„Hugmyndin á sér tíu ára sögu en það var fyrst í fyrra sem ég kláraði verkefnið. Ég prófaði vélina hjá G.Run hf. í Grundarfirði sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og þar hef ég séð um flökunarvélar í um 30 ár,“ segir Unnsteinn. Hann fékk 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Sjávarútvegsráðstefnunni og verðlaunagripinn Svifölduna.
Verðlaunaður fyrir nýja sporðskurðarvél
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent