Alveg yndisleg innlifun Freyr Bjarnason skrifar 10. nóvember 2014 15:00 Söngvarinn Samuel t. Herring lék á alls oddi á sviðinu. Fréttablaðið/Andri Marinó Future Islands Listasafn Reykjavíkur Iceland Airwaves Margir voru mættir í Hafnarhúsið á laugardagskvöld til að fylgjast með Future Islands vegna eftirminnilegrar sviðsframkomu söngvarans Samuels T. Herring í spjallþætti Davids Letterman í vor. (Hér er hægt að skoða myndbandið) Þar dansaði hann um sviðið, beygði sig og sveigði, þannig að tónlistaráhugamenn og aðrir tóku eftir víða um heim. Þeir sem vonuðust eftir öðrum eins kúnstum á Airwaves-tónleikunum urðu ekki fyrir vonbrigðum. Erfitt var að taka augun af Herring á sviðinu því og ef maður svo mikið sem blikkaði var hann kannski búinn að skutla sér niður og upp aftur á örskotsstundu. Þar fyrir utan hoppaði hann eins og górilla, barði sér á brjóst í hjartastað og sló sig jafnvel utan undir til að undirstrika texta sína. Innlifunin var hreint út sagt yndisleg og eitthvað sem margir aðrir tónlistarmenn mættu taka sér til fyrirmyndar. Söngstíll hans var einnig skemmtilegur og raddsviðið breitt, því hann hann gat rumið eins og dauðarokkari en var einnig jafnvígur á flott rokköskur.Listasafnið var troðfullt og skemmtu gestir sér vel á tónleikum Future Islands. Fréttablaðið/Andri Marínó Tónlist hinnar bandarísku Future Islands er synthaskotið popp, rokk, oft undir áhrifum frá eitís-tónlist. Fjórir meðlimir eru í hljómsveitinni og enginn gítar var notaður, heldur hljómborð, trommur og bassi, sem fékk vel að njóta sín. Lögin voru flest hver skemmtileg og grípandi, stundum svolítið lík, en það angraði mann ekkert að ráði. Þegar Herring og félagar töldu í „Letterman“-lagið sitt, Seasons (Waitin For You) ætlaði allt um koll að keyra í salnum og rifu áhorfendur upp símana sína til að festa atburðinn á filmu. Lokalagið hét Spirit, sem átti einkar vel við því það er eitthvað sem Herring hefur meira en nóg af. Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með heillandi söngvara. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Future Islands Listasafn Reykjavíkur Iceland Airwaves Margir voru mættir í Hafnarhúsið á laugardagskvöld til að fylgjast með Future Islands vegna eftirminnilegrar sviðsframkomu söngvarans Samuels T. Herring í spjallþætti Davids Letterman í vor. (Hér er hægt að skoða myndbandið) Þar dansaði hann um sviðið, beygði sig og sveigði, þannig að tónlistaráhugamenn og aðrir tóku eftir víða um heim. Þeir sem vonuðust eftir öðrum eins kúnstum á Airwaves-tónleikunum urðu ekki fyrir vonbrigðum. Erfitt var að taka augun af Herring á sviðinu því og ef maður svo mikið sem blikkaði var hann kannski búinn að skutla sér niður og upp aftur á örskotsstundu. Þar fyrir utan hoppaði hann eins og górilla, barði sér á brjóst í hjartastað og sló sig jafnvel utan undir til að undirstrika texta sína. Innlifunin var hreint út sagt yndisleg og eitthvað sem margir aðrir tónlistarmenn mættu taka sér til fyrirmyndar. Söngstíll hans var einnig skemmtilegur og raddsviðið breitt, því hann hann gat rumið eins og dauðarokkari en var einnig jafnvígur á flott rokköskur.Listasafnið var troðfullt og skemmtu gestir sér vel á tónleikum Future Islands. Fréttablaðið/Andri Marínó Tónlist hinnar bandarísku Future Islands er synthaskotið popp, rokk, oft undir áhrifum frá eitís-tónlist. Fjórir meðlimir eru í hljómsveitinni og enginn gítar var notaður, heldur hljómborð, trommur og bassi, sem fékk vel að njóta sín. Lögin voru flest hver skemmtileg og grípandi, stundum svolítið lík, en það angraði mann ekkert að ráði. Þegar Herring og félagar töldu í „Letterman“-lagið sitt, Seasons (Waitin For You) ætlaði allt um koll að keyra í salnum og rifu áhorfendur upp símana sína til að festa atburðinn á filmu. Lokalagið hét Spirit, sem átti einkar vel við því það er eitthvað sem Herring hefur meira en nóg af. Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með heillandi söngvara.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira