13.300 á tólf mínútna kreditlista Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 24. október 2014 10:30 Nýjasta mynd Sveppa og félaga verður frumsýnd 31. október næstkomandi. Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi. Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi.
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira