Beiðni til ríkisstjórnarinnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun