Sterkt áfengi í matvöruverslanir? Nei takk Adolf Ingi Erlingsson skrifar 11. október 2014 00:01 Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Adolf Ingi Erlingsson Áfengi og tóbak Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Sjá meira
Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun