Sýnir brot úr nýju myndinni í Bíó Paradís í kvöld Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. október 2014 13:30 Pílagrímsferð - Fox kemur á hverju ári vegna friðarverðlaunanna. „Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“ Óskarinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Þetta er eins og pílagrímsferð fyrir mig,“ segir bandaríski leikstjórinn Josh Fox sem staddur er hér á landi með fríðu föruneyti Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær. „Ég kem aftur á hverju ári af því að þetta er stórkostleg leið til að fagna friði.“ Josh hlaut friðarverðlaunin árið 2010 fyrir heimildarmynd sína Gasland, sem fjallar um neikvæð áhrif olíuborana á samfélög í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Fox vinnur nú að annarri heimildarmynd sem fjallar um loftslagsbreytingar. Leikstjórinn mun sýna brot úr myndinni sinni í Bíói Paradís í kvöld en hún er ennþá í vinnslu. Eftir sýninguna verða umræður. „Loftslagsbreytingar eru eitthvað sem við erum að upplifa alls staðar í heiminum – meiri sjávarhæð, meiri veðurhamfarir, súrnun sjávar og eyðilegging umhverfisins sem við stólum á. Á Íslandi er ótrúleg hefð fyrir friði og endurnýjanlegri orku þannig að það er frábær staður til að sýna verkið í vinnslu.“ Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segir 97% loftslagsvísindamanna sammála um að loftslagsbreytingar séu líklega af manna völdum en samt er þetta mikið deilumál í heimalandi Josh, Bandaríkjunum. „Það er olíu- og gasiðnaðurinn sem hefur verið að búa til og dreifa röngum upplýsingum um þetta áratugum saman. Það líkist tóbaksiðnaðinum á þann hátt, að tóbaksfyrirtæki neituðu áratugum saman að sígarettur yllu heilsuvandamálum. Það sem er virkilega illt er að þessi fyrirtæki vita að sígarettur valda heilsuvandamálum líkt og olíu- og gasfyrirtæki vita að þau valda loftslagsbreytingum. Strategía þeirra er að skapa efa í huga fólks.“ „Það er efinn sem lamar menn. Ef þú ert ekki viss þá læturðu ekki til skarar skríða. Við, sem teljum okkur siðmenntuð, erum viss, niðurstöðurnar eru mjög skýrar og allir vita sannleikann. En olíu- og gasiðnaðurinn reynir að villa um fyrir fólki þar sem menn vilja halda í völd sín,“ segir Josh. „Þetta er mikið hættuástand sem við erum stödd í.“ Josh segir að heimildarmyndir hans séu hvatning til aðgerða. „Gasland og Gasland 2 fengu fólk til að leggjast í aðgerðir og nú eru að rísa upp hreyfingar gegn vökvabroti (e. fracking) víðs vegar um heiminn. Ég vona að nýja myndin mín geti bæði hvatt fólk til aðgerða en einnig skemmt þeim, þetta er ekki svartsýn mynd. Þetta er þunglyndislegt umræðuefni en myndin er full af von af því að hún fjallar um fólk í krísu og sýnir hvernig okkar bestu eiginleikar geta birst þegar þannig stendur á.“
Óskarinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira