Hera og Jed spila á Iceland Airwaves Viktoría Hermannsdóttir skrifar 8. október 2014 12:00 Þau Jed og Hera kynntust fyrir tveimur árum og hafa verið að semja saman og spila síðan þá. „Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni. Airwaves Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
„Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni.
Airwaves Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira