Mestu máli skiptir að hafa gaman Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. september 2014 12:00 Steinunn og Gnúsi segja lítið mál að vera saman í hljómsveit og sinna fjölskyldulífinu líka. Síðustu vikur hafa verið annasamar hjá þeim Steinunni og Gnúsa, forsprökkum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Lag þeirra, Hossa hossa, er eitt vinsælasta lag sumarsins og þau hafa verið sveitt síðustu vikur við að leggja lokahönd á fyrstu plötu sveitarinnar. „Við erum kannski ekkert búin að vera spila neitt rosalega mikið í sumar af því við höfum verið að taka upp plötuna,“ segir Steinunn þegar blaðamaður hittir skötuhjúin á kaffihúsi í miðbænum eitt haustkvöld. Það er stund milli stríða, þau eru nýkomin úr hljóðprufu og á leið að fara að spila á tónleikum um kvöldið en gefa sér smá tíma í spjall meðan þau fá sér kvöldmat. Þau henda í sig samloku og djús og þegar þau eru búin ákveðum við að rölta á hljóðlátari stað. Á leiðinni út rekast þau á tvo hljómsveitarmeðlima og þeim er heilsað með faðmlagi. „Við erum alltaf að rekast á einhvern úr hljómsveitinni, við erum svo mörg,“ segir Steinunn hlæjandi þegar við göngum út af staðnum. Það er kannski ekki skrítið í litlu Reykjavík því samtals eru hljómsveitarmeðlimir tíu talsins. Þau segja þó ekki erfitt að ná öllum hópnum saman til að æfa. ,,Nei, það tekst alltaf. Við erum allavega með einn fastan tíma í viku fyrir æfingu,“ segir hún í þann mund sem við göngum inn á rólegt kaffihús og finnum okkur sæti við borð á efri hæð staðarins.Óhefðbundið fjölskyldulíf Þau Steinunn og Gnúsi eru litrík í klæðaburði enda hefur það verið eitt meginþema hljómsveitarinnar; glaðværir tónar og litrík föt í anda rastafarian. Þau segjast vera nokkuð samstíga að flestu leyti en þau hafa verið saman í fimm ár. „Við kynntumst í partíi hjá sameiginlegum vini,“ segir Gnúsi eftir smá umræður þeirra á milli um það hversu langt sé síðan þau kynntust. „Síðan fórum við bara að hittast eftir það,“ segir Steinunn brosandi. Fyrir einu og hálfu ári urðu þau svo foreldrar þegar sonurinn, Jón Bragi, kom í heiminn. „Hann er yndislegur og svo góður,“ segir Steinunn stolt um soninn. ,,Alveg ótrúlega góður, svona eins og öllum finnst sín börn best,“ segir Gnúsi hlæjandi. Þau segja fjölskyldulífið kannski óhefðbundið að vissu leyti þar sem þau séu bæði í sömu hljómsveitinni og séu oft að æfa eða spila á kvöldin. „Það gengur samt allt upp, við erum svo heppin að eiga góða að sem eru til í að passa fyrir okkur,“ segir Steinunn.Pabbi mesti aðdáandinn „Foreldrar okkar hjálpa okkur mikið. Við þurfum náttúrulega oft pössun á leiðinlegum tímum, eins og á kvöldin og svona,“ segir Gnúsi. „Mamma hans og pabbi passa samt örugglega oftast því að pabbi minn mætir á eiginlega alla tónleika,“ segir Steinunn hlæjandi og upplýsir að faðir sinn sé líklega mesti aðdáandi hljómsveitarinnar. „Hann passar samt oft þegar við erum á æfingum,“ segir Steinunn og bætir við: „Síðan er það foreldrafélag Amaba Dama sem fylgir okkur eftir,“ segir Steinunn. „Við vorum að spila á Akureyri um daginn og þá komu foreldrar okkar, foreldrar Sölku og fleiri í hljómsveitinni. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Gnúsi. „Þau fóru síðan á djammið eftir tónleikana en við upp á hótel með strákinn okkar. Svona er rokkstjörnulífernið,“ segir hún brosandi. Þegar þau hafa verið að spila út á landi þá hefur Jón Bragi líka oft fengið að koma með þeim. „Hann er svo þægilegt barn. Við fórum til dæmis með hann á Rauðasand síðasta sumar, þá var hann þriggja mánaða. Svo kom brjálað veður en hann var með okkur allan tímann meðan við vorum að reyna halda tjaldinu svo það myndi ekki fjúka. Það er smá skrítið að hugsa til þess núna að við höfum tekið hann með svona ungan á tónlistarhátíð en okkur fannst það bara rétt þá,“ segir Gnúsi og viðurkennir að þau séu ekki of mikið að stressa sig á hlutunum.Þau gnúsi og steinunn hafa verið saman í fimm ár og eiga saman soninn Jón braga.Ein stór fjölskylda Steinunn hefur lagt stund á þjóðfræði og kvikmyndafræði við HÍ og á bara eftir að skrifa BA-ritgerðina sína, núna vinnur hún í miðasölu Borgarleikhússins. Gnúsi er upptökustjóri og hefur aðstöðu í bílskúrnum heima hjá þeim. „Núna er það reyndar undirlagt fyrir Amaba Dama-plötuna en hún fer að verða tilbúin,“ segir hann. Hljómsveitin þeirra, Amaba Dama, vakti mikla athygli í sumar. Hljómsveitina stofnuðu þau skötuhjú árið 2011 en það hafa orðið miklar mannabreytingar innan bandsins síðan þá. Nánast allir innan bandsins tengjast á einhvern hátt. „Þetta eru mjög mismunandi tengsl, elskendur, systkini og alls konar,“ segir hún. „Þetta er í raun bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Gnúsi.Reggí gott fyrir sálina Bæði hafa þau mikinn áhuga á reggí tónlist. „Ég var í hipphoppinu áður og minn áhugi kemur þaðan,“ segir Gnúsi en hann var áður í rapphljómsveitinni Subterranean. „Ég held ég hafi kynnst reggí í gegnum Magga. Ég hafði alveg hlustað á það áður en nú er ég heltekin,“ segir Steinunn brosandi. „Við fáum svo mikið út úr því að hlusta á reggí, það er gott fyrir sálina,“ segir hún. Þau segjast spá mikið í óhefðbundnum hlutum. „Við pælum mikið í heiminum,“ segir Steinunn. „Já, og geimverum,“ segir Gnúsi. „Þær eru auðvitað hluti af heiminum,“ segir hún. „Við reynum að vera opin fyrir öllu sem mörgum finnst örugglega geggjað en það finnst okkur gaman,“ segir hann íbygginn. Trúa þau þá á geimverur? „Já, það er ekki annað hægt,“ segir Steinunn. „Annað væri fáránlegt miðað við hvað við erum lítil hérna og heimurinn stór. Það væri mjög skrítið allavega ef við værum ein hér,“ segir hann.Reggívæða þjóðina Áhuginn á reggí hefur fleytt þeim til útlanda og hafa þau tvisvar farið til Spánar á reggíhátíð. ,,Við förum fyrst og fremst til að njóta. Svo fær maður líka mikinn innblástur og hugmyndir að lögum, maður finnur einhverja orku þarna,“ segir Gnúsi. Aðspurð hvort þau ætli sér að reggívæða þjóðina segir Steinunn hlæjandi: ,,Hjálmar voru nú byrjaðir á því en við komum þarna á eftir kannski og höldum þessu áfram.”„Þú dansar rosalega asnalega!“ Þau kippa sér lítið upp við aukna athygli eftir að lagið þeirra varð vinsælt en viðurkenna þó að stundum sé gjóað augum í átt til þeirra. ,,Við förum lítið út á lífið núna af því við erum með lítið barn en förum kannski frekar þegar við erum að spila,“ segir Gnúsi. „Við fórum samt út um daginn og þá tók maður aðeins eftir því að fólk var aðeins gjóa augunum á okkur,“ segir Steinunn. „Þetta kvöld vorum við að labba á Laugaveginum og þá kom miðaldra maður skælbrosandi upp að mér og sagði: „Hey, þú syngur Hossa hossa, þú dansar alveg rosalega asnalega!“ segir hún og skellihlær. Fyrsta plata sveitarinnar er svo væntanleg á næstunni. ,,Við erum að klára hana bara núna. Hún verður allavega tilbúin fyrir Airwaves,“ segir Gnúsi en hljómsveitin spilar á hátíðinni. ,,Það verður örugglega mjög gaman, við spilum á tveimur kvöldum en síðan líka fullt af „off venue“,“ segir hún. Á Airwaves eru oft nýjar hljómsveitir uppgötvaðar og fá tækifæri í kjölfarið út í hinum stóra heimi. Langar þau þangað? ,,Það væri alveg gaman að spila einhvers staðar úti en það kemur þá bara í ljós,” segja þau pollróleg. Airwaves Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið annasamar hjá þeim Steinunni og Gnúsa, forsprökkum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Lag þeirra, Hossa hossa, er eitt vinsælasta lag sumarsins og þau hafa verið sveitt síðustu vikur við að leggja lokahönd á fyrstu plötu sveitarinnar. „Við erum kannski ekkert búin að vera spila neitt rosalega mikið í sumar af því við höfum verið að taka upp plötuna,“ segir Steinunn þegar blaðamaður hittir skötuhjúin á kaffihúsi í miðbænum eitt haustkvöld. Það er stund milli stríða, þau eru nýkomin úr hljóðprufu og á leið að fara að spila á tónleikum um kvöldið en gefa sér smá tíma í spjall meðan þau fá sér kvöldmat. Þau henda í sig samloku og djús og þegar þau eru búin ákveðum við að rölta á hljóðlátari stað. Á leiðinni út rekast þau á tvo hljómsveitarmeðlima og þeim er heilsað með faðmlagi. „Við erum alltaf að rekast á einhvern úr hljómsveitinni, við erum svo mörg,“ segir Steinunn hlæjandi þegar við göngum út af staðnum. Það er kannski ekki skrítið í litlu Reykjavík því samtals eru hljómsveitarmeðlimir tíu talsins. Þau segja þó ekki erfitt að ná öllum hópnum saman til að æfa. ,,Nei, það tekst alltaf. Við erum allavega með einn fastan tíma í viku fyrir æfingu,“ segir hún í þann mund sem við göngum inn á rólegt kaffihús og finnum okkur sæti við borð á efri hæð staðarins.Óhefðbundið fjölskyldulíf Þau Steinunn og Gnúsi eru litrík í klæðaburði enda hefur það verið eitt meginþema hljómsveitarinnar; glaðværir tónar og litrík föt í anda rastafarian. Þau segjast vera nokkuð samstíga að flestu leyti en þau hafa verið saman í fimm ár. „Við kynntumst í partíi hjá sameiginlegum vini,“ segir Gnúsi eftir smá umræður þeirra á milli um það hversu langt sé síðan þau kynntust. „Síðan fórum við bara að hittast eftir það,“ segir Steinunn brosandi. Fyrir einu og hálfu ári urðu þau svo foreldrar þegar sonurinn, Jón Bragi, kom í heiminn. „Hann er yndislegur og svo góður,“ segir Steinunn stolt um soninn. ,,Alveg ótrúlega góður, svona eins og öllum finnst sín börn best,“ segir Gnúsi hlæjandi. Þau segja fjölskyldulífið kannski óhefðbundið að vissu leyti þar sem þau séu bæði í sömu hljómsveitinni og séu oft að æfa eða spila á kvöldin. „Það gengur samt allt upp, við erum svo heppin að eiga góða að sem eru til í að passa fyrir okkur,“ segir Steinunn.Pabbi mesti aðdáandinn „Foreldrar okkar hjálpa okkur mikið. Við þurfum náttúrulega oft pössun á leiðinlegum tímum, eins og á kvöldin og svona,“ segir Gnúsi. „Mamma hans og pabbi passa samt örugglega oftast því að pabbi minn mætir á eiginlega alla tónleika,“ segir Steinunn hlæjandi og upplýsir að faðir sinn sé líklega mesti aðdáandi hljómsveitarinnar. „Hann passar samt oft þegar við erum á æfingum,“ segir Steinunn og bætir við: „Síðan er það foreldrafélag Amaba Dama sem fylgir okkur eftir,“ segir Steinunn. „Við vorum að spila á Akureyri um daginn og þá komu foreldrar okkar, foreldrar Sölku og fleiri í hljómsveitinni. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Gnúsi. „Þau fóru síðan á djammið eftir tónleikana en við upp á hótel með strákinn okkar. Svona er rokkstjörnulífernið,“ segir hún brosandi. Þegar þau hafa verið að spila út á landi þá hefur Jón Bragi líka oft fengið að koma með þeim. „Hann er svo þægilegt barn. Við fórum til dæmis með hann á Rauðasand síðasta sumar, þá var hann þriggja mánaða. Svo kom brjálað veður en hann var með okkur allan tímann meðan við vorum að reyna halda tjaldinu svo það myndi ekki fjúka. Það er smá skrítið að hugsa til þess núna að við höfum tekið hann með svona ungan á tónlistarhátíð en okkur fannst það bara rétt þá,“ segir Gnúsi og viðurkennir að þau séu ekki of mikið að stressa sig á hlutunum.Þau gnúsi og steinunn hafa verið saman í fimm ár og eiga saman soninn Jón braga.Ein stór fjölskylda Steinunn hefur lagt stund á þjóðfræði og kvikmyndafræði við HÍ og á bara eftir að skrifa BA-ritgerðina sína, núna vinnur hún í miðasölu Borgarleikhússins. Gnúsi er upptökustjóri og hefur aðstöðu í bílskúrnum heima hjá þeim. „Núna er það reyndar undirlagt fyrir Amaba Dama-plötuna en hún fer að verða tilbúin,“ segir hann. Hljómsveitin þeirra, Amaba Dama, vakti mikla athygli í sumar. Hljómsveitina stofnuðu þau skötuhjú árið 2011 en það hafa orðið miklar mannabreytingar innan bandsins síðan þá. Nánast allir innan bandsins tengjast á einhvern hátt. „Þetta eru mjög mismunandi tengsl, elskendur, systkini og alls konar,“ segir hún. „Þetta er í raun bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Gnúsi.Reggí gott fyrir sálina Bæði hafa þau mikinn áhuga á reggí tónlist. „Ég var í hipphoppinu áður og minn áhugi kemur þaðan,“ segir Gnúsi en hann var áður í rapphljómsveitinni Subterranean. „Ég held ég hafi kynnst reggí í gegnum Magga. Ég hafði alveg hlustað á það áður en nú er ég heltekin,“ segir Steinunn brosandi. „Við fáum svo mikið út úr því að hlusta á reggí, það er gott fyrir sálina,“ segir hún. Þau segjast spá mikið í óhefðbundnum hlutum. „Við pælum mikið í heiminum,“ segir Steinunn. „Já, og geimverum,“ segir Gnúsi. „Þær eru auðvitað hluti af heiminum,“ segir hún. „Við reynum að vera opin fyrir öllu sem mörgum finnst örugglega geggjað en það finnst okkur gaman,“ segir hann íbygginn. Trúa þau þá á geimverur? „Já, það er ekki annað hægt,“ segir Steinunn. „Annað væri fáránlegt miðað við hvað við erum lítil hérna og heimurinn stór. Það væri mjög skrítið allavega ef við værum ein hér,“ segir hann.Reggívæða þjóðina Áhuginn á reggí hefur fleytt þeim til útlanda og hafa þau tvisvar farið til Spánar á reggíhátíð. ,,Við förum fyrst og fremst til að njóta. Svo fær maður líka mikinn innblástur og hugmyndir að lögum, maður finnur einhverja orku þarna,“ segir Gnúsi. Aðspurð hvort þau ætli sér að reggívæða þjóðina segir Steinunn hlæjandi: ,,Hjálmar voru nú byrjaðir á því en við komum þarna á eftir kannski og höldum þessu áfram.”„Þú dansar rosalega asnalega!“ Þau kippa sér lítið upp við aukna athygli eftir að lagið þeirra varð vinsælt en viðurkenna þó að stundum sé gjóað augum í átt til þeirra. ,,Við förum lítið út á lífið núna af því við erum með lítið barn en förum kannski frekar þegar við erum að spila,“ segir Gnúsi. „Við fórum samt út um daginn og þá tók maður aðeins eftir því að fólk var aðeins gjóa augunum á okkur,“ segir Steinunn. „Þetta kvöld vorum við að labba á Laugaveginum og þá kom miðaldra maður skælbrosandi upp að mér og sagði: „Hey, þú syngur Hossa hossa, þú dansar alveg rosalega asnalega!“ segir hún og skellihlær. Fyrsta plata sveitarinnar er svo væntanleg á næstunni. ,,Við erum að klára hana bara núna. Hún verður allavega tilbúin fyrir Airwaves,“ segir Gnúsi en hljómsveitin spilar á hátíðinni. ,,Það verður örugglega mjög gaman, við spilum á tveimur kvöldum en síðan líka fullt af „off venue“,“ segir hún. Á Airwaves eru oft nýjar hljómsveitir uppgötvaðar og fá tækifæri í kjölfarið út í hinum stóra heimi. Langar þau þangað? ,,Það væri alveg gaman að spila einhvers staðar úti en það kemur þá bara í ljós,” segja þau pollróleg.
Airwaves Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira