„Draumaverkefni fyrir mig“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 17. september 2014 10:30 Jóhann er að gera góða hluti með tónsmíðum sínum. Við vorum öll rosalega ánægð með viðbrögðin í Toronto, þau voru vonum framan og það er gaman fyrir mig að tónlistin skuli fá svona mikla athygli,“ segir tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem gerði tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory Of Everything. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Var þá tónlist Jóhanns sérstaklega lofuð af meðal annars gagnrýnendum Variety, BBC og Screen Daily svo einhverjir séu nefndir.Tónlistin tekin upp í Abbey Road Jóhann kynntist leikstjóra myndarinnar, James Marsh, þegar hann samdi tónlist fyrir dönsku myndina The Good Life. James vann sem ráðgjafi að þeirri mynd og hafði samband við umboðsskrifstofu Jóhanns þegar hann var að gera The Theory of Everything. „Mér fannst það mjög spennandi verandi aðdáandi James. Ég hef sömuleiðis verið mikill áhugamaður um Stephen Hawking, bæði honum sem karakter og verkum hans,“ segir hann. Myndin er byggð á bók Jane Wilde, Travelling to Infinity: My life with Stephen, sem fjallar um ástarsamband Jane og Stephen. „Ég las bók Hawkings A Brief History of Time í háskóla og hef alltaf haft mikinn áhuga á honum sem persónu. Þannig að fyrir mig var þetta í rauninni draumaverkefni,“ segir Jóhann. Tónlistin var tekin upp í Abbey Road-hljóðverinu í London en Jóhann byrjaði að semja tónlistina þegar tökur voru langt á veg komnar. „Ég fékk myndina fyrst mjög hráa og sá strax að hún var mjög áhrifamikil. Vel skrifuð, vel leikin og mjög öflug. Það var mjög gaman að takast á við þetta verkefni að semja tónlistina,“ segir hann. Þetta er ekki fyrsta stórmyndin sem Jóhann semur tónlist fyrir, en hann samdi einnig tónlistina fyrir myndina Prisoners. Hann segir bæði verkefnin hafa verið skemmtileg en ólík. „Þetta eru rosalega ólíkar myndir. Prisoners er mjög dökk og drungaleg mynd sem lýsir skuggahliðum manneskjunnar sem að í rauninni hentar að mörgu leyti minni tónlist mjög vel en hún er yfirleitt dramatísk og frekar svona í myrkari kantinum. Aftur á móti er The Theory of Everything léttari og aðgengilegri. Hún er dramatísk mynd og alvarleg en hefur miklu breiðara og bjartara litróf heldur en Prisoners þannig að þessar tvær myndir eru eins og svart og hvítt. Tónlistarlega nálgunin var allt önnur,“ segir hann.Spennandi verkefni fram undan Það er nóg um að vera hjá Jóhanni og á næstu dögum byrjar hann að semja tónlist fyrir nýja mynd sem ber nafnið Sicario og er leikstýrt af Denis Villeneuve, þeim sama og leikstýrði Prisoners. Þetta er því í annað sinn sem þeir vinna saman. Meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk í myndinni er leikarinn Benicio Del Toro og Emily Blunt. „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hann. Jóhann er svo væntanlegur til landsins í nóvember þar sem hann mun setja upp verk sitt, The Miners' Hymns í fyrsta skipti á Íslandi. „Þetta er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Iceland Airwaves. Þetta er verk sem ég hef flutt úti um allan heim en þetta verður í fyrsta skipti sem það er flutt á Íslandi,“ segir hann. Um er að ræða tón- og myndverk. „Myndin er eftir bandarískan listamann sem heitir Bill Morrison. Þetta er klukkutímalöng mynd sem er byggð á gömlum myndskeiðum frá kolanámuiðnaðinum í Bretlandi. Myndin er þögul og tónlistin er flutt lifandi undir. Verkið er upprunalega samið fyrir brasshljómsveit en þarna verður frumflutt ný útgáfa af verkinu fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir hann spenntur, en þetta er í fyrsta skipti sem Jóhann spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig kemur hann fram í fyrsta skipti í Eldborgarsal Hörpu. „Ég hlakka til að koma til Íslands og sýna fólkinu heima þetta fallega verk.“ Airwaves Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Við vorum öll rosalega ánægð með viðbrögðin í Toronto, þau voru vonum framan og það er gaman fyrir mig að tónlistin skuli fá svona mikla athygli,“ segir tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem gerði tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory Of Everything. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Var þá tónlist Jóhanns sérstaklega lofuð af meðal annars gagnrýnendum Variety, BBC og Screen Daily svo einhverjir séu nefndir.Tónlistin tekin upp í Abbey Road Jóhann kynntist leikstjóra myndarinnar, James Marsh, þegar hann samdi tónlist fyrir dönsku myndina The Good Life. James vann sem ráðgjafi að þeirri mynd og hafði samband við umboðsskrifstofu Jóhanns þegar hann var að gera The Theory of Everything. „Mér fannst það mjög spennandi verandi aðdáandi James. Ég hef sömuleiðis verið mikill áhugamaður um Stephen Hawking, bæði honum sem karakter og verkum hans,“ segir hann. Myndin er byggð á bók Jane Wilde, Travelling to Infinity: My life with Stephen, sem fjallar um ástarsamband Jane og Stephen. „Ég las bók Hawkings A Brief History of Time í háskóla og hef alltaf haft mikinn áhuga á honum sem persónu. Þannig að fyrir mig var þetta í rauninni draumaverkefni,“ segir Jóhann. Tónlistin var tekin upp í Abbey Road-hljóðverinu í London en Jóhann byrjaði að semja tónlistina þegar tökur voru langt á veg komnar. „Ég fékk myndina fyrst mjög hráa og sá strax að hún var mjög áhrifamikil. Vel skrifuð, vel leikin og mjög öflug. Það var mjög gaman að takast á við þetta verkefni að semja tónlistina,“ segir hann. Þetta er ekki fyrsta stórmyndin sem Jóhann semur tónlist fyrir, en hann samdi einnig tónlistina fyrir myndina Prisoners. Hann segir bæði verkefnin hafa verið skemmtileg en ólík. „Þetta eru rosalega ólíkar myndir. Prisoners er mjög dökk og drungaleg mynd sem lýsir skuggahliðum manneskjunnar sem að í rauninni hentar að mörgu leyti minni tónlist mjög vel en hún er yfirleitt dramatísk og frekar svona í myrkari kantinum. Aftur á móti er The Theory of Everything léttari og aðgengilegri. Hún er dramatísk mynd og alvarleg en hefur miklu breiðara og bjartara litróf heldur en Prisoners þannig að þessar tvær myndir eru eins og svart og hvítt. Tónlistarlega nálgunin var allt önnur,“ segir hann.Spennandi verkefni fram undan Það er nóg um að vera hjá Jóhanni og á næstu dögum byrjar hann að semja tónlist fyrir nýja mynd sem ber nafnið Sicario og er leikstýrt af Denis Villeneuve, þeim sama og leikstýrði Prisoners. Þetta er því í annað sinn sem þeir vinna saman. Meðal þeirra sem fara með aðalhlutverk í myndinni er leikarinn Benicio Del Toro og Emily Blunt. „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hann. Jóhann er svo væntanlegur til landsins í nóvember þar sem hann mun setja upp verk sitt, The Miners' Hymns í fyrsta skipti á Íslandi. „Þetta er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Iceland Airwaves. Þetta er verk sem ég hef flutt úti um allan heim en þetta verður í fyrsta skipti sem það er flutt á Íslandi,“ segir hann. Um er að ræða tón- og myndverk. „Myndin er eftir bandarískan listamann sem heitir Bill Morrison. Þetta er klukkutímalöng mynd sem er byggð á gömlum myndskeiðum frá kolanámuiðnaðinum í Bretlandi. Myndin er þögul og tónlistin er flutt lifandi undir. Verkið er upprunalega samið fyrir brasshljómsveit en þarna verður frumflutt ný útgáfa af verkinu fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir hann spenntur, en þetta er í fyrsta skipti sem Jóhann spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig kemur hann fram í fyrsta skipti í Eldborgarsal Hörpu. „Ég hlakka til að koma til Íslands og sýna fólkinu heima þetta fallega verk.“
Airwaves Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira