Gegn fátækt sem var Pawel Bartoszek skrifar 13. september 2014 07:00 Af hverju vill fólk hafa lægri skatta á mat en aðrar vörur? Væntanlega vegna þess að það vill gera vel við fátækasta fólkið. Fólk hugsar: „Fátækt fólk eyðir hlutfallslega meiri pening í mat en ríkt fólk. Lágir skattar á mat gagnast fátæku fólki.“ Þetta er rökrétt en rangt. Fátækt í dag er ekki sú sama og fátækt á dögum iðnbyltingarinnar. Sú var tíðin að fólk, sérstaklega fátækt fólk, þurfti að nota mjög stóran hlut af fé sínu til að kaupa sér mat. Þetta hefur breyst. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna (BLS) lækkaði þáttur matvöru í heildarútgjöldum heimilanna þar í landi úr 43% árið 1901 í 13% árið 2002. (Sjá https://www.bls.gov/opub/uscs/report991.pdf) Þótt ég þekki ekki til sögulegra gagna um hlutfallslega eyðslu íslenskra heimila í aldanna rás má ætla að þróunin hér hafi verið svipuð og annars staðar. Eftir því sem þjóðin varð ríkari minnkaði hlutdeild matar í útgjöldum landsmanna. Í dag eyða Íslendingar um 15% í mat- og drykkjarvörur. Þetta er samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. En það hlýtur þá að vera mikill munur á þessu hlutfalli eftir tekjum fólks – er það ekki? Fólk borðar svipað mikið, fátæka fólkið eyðir miklu í mat og ríka fólkið eyðir þá öllum afganginum í flatskjái? Tölurnar segja annað: Ríkasti fjórðungur þjóðarinnar notar 14,5% af útgjöldum sinum í mat. Fátækasti fjórðungurinn notar 14,7%. Ef við tökum raftæki þá eru hlutföllin þessi: Ríkari – 1,0%, fátækari – 0,9%. Sem sagt: Enginn teljandi munur.Ómarkviss aðstoð Menn geta tekið þessar tölur og gert ýmislegt við þær. Menn geta bent á að hinir tekjuminni (t.d. námsmenn) verði í einhverjum tilfellum að taka lán fyrir neyslu sinni. Og þá, með því að nota prósentur sem summast upp í miklu meira en 100, má fá að fátækt fólk eyðir hærri prósentu af tekjum í mat, en ríkt fólk. En hið sama gildir fyrir alla aðra vöruflokka! Hið eina sem þeir prósentureikningar sýna, þar sem hluta er ekki deilt með heild, er að betra er að eiga meiri peninga en minni. En fyrst nánast engu munar á hlutfallslegum útgjöldum hinna ríkari og hinna fátækari þá er lægri matarskattur afskaplega óskilvirk leið til að hjálpa hinum síðarnefndu. Með einföldun mætti hugsa þetta svona: Fyrir hvern hundraðkall sem við ætlum að gefa fátækum manni í formi lægri matarskatta, þurfum við að gefa ríkum manni 200 kall. Virðisaukaskattur, eins sniðugur og hann er, er ekki gott tæki til tekjujöfnunar. Tekjuskattar henta betur. Það er langt því frá allt frábært sem ríkisstjórnin er að gera í ríkisfjármálum. Milljónagjafir til fólks sem varð fyrir því „óláni“ að eignast íbúð eru rugl. En það að minnka bilið milli virðisaukaskattsþrepa er góð hugmynd. Og það að hætta að innheimta 25% vörugjöld af flestum skemmtilegri raftækjum er góð hugmynd líka.Hin fyndnu pör Á fólk að borða gúmmíbangsa í staðinn fyrir brauð? Á fólk að kaupa glænýjan ísskáp sem stendur svo tómur, því það hefur ekki efni á mat? Á að lækka verðið á lúxusbílum en hækka verð á bókum? Að búa til paranir sem þessar er létt. Ef helmingur af vörum í einhverju landi lækkar og helmingur hækkar verður alltaf hægt að finna einhverja göfuga vöru sem lækkar í verði og öfugt. Ef stjórnarandstaðan kemst til valda mun hún þá lækka skatt á bækur og mat en hækka skatt á föt og aðra vörur? Vill þá Katrín Jakobsdóttir að ég krókni úr kulda, nakinn í strætóskýli, með nýprentaða íslenska skáldsögu undir handarkrikanum? Vill Árni Páll að ég drekki tómatsafann minn ókældan og helst beint úr fernunni? Og af hverju á að skattleggja pitsusneiðina lægra en hlaupaskóna? Hvaða lýðheilsuskilaboð eru það? Auðvitað snýst þetta ekki um einhverjar skoplegar paranir. Pólitík snýst heldur ekki bara um það sem var í gær og breyttist í dag heldur líka um það hvernig menn vilja virkilega hafa hlutina þegar fram í sækir. Mín skoðun er að það væri betra að hafa eina vaskprósentu, sem fæstar undantekningar og sem fæst vörugjöld. Og, já, í þannig kerfi verða bækur dýrari og tölvuleikir ódýrari. En það er ekki ríkisins að hvetja fólk til að lesa frekar bækur en að spila tölvuleiki. Það er ekki ríkisins að hvetja fólk til að setja frekar kæfu en sultu á brauðið sitt. Sérstaklega ef það gagnast hinum fátæku ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Af hverju vill fólk hafa lægri skatta á mat en aðrar vörur? Væntanlega vegna þess að það vill gera vel við fátækasta fólkið. Fólk hugsar: „Fátækt fólk eyðir hlutfallslega meiri pening í mat en ríkt fólk. Lágir skattar á mat gagnast fátæku fólki.“ Þetta er rökrétt en rangt. Fátækt í dag er ekki sú sama og fátækt á dögum iðnbyltingarinnar. Sú var tíðin að fólk, sérstaklega fátækt fólk, þurfti að nota mjög stóran hlut af fé sínu til að kaupa sér mat. Þetta hefur breyst. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna (BLS) lækkaði þáttur matvöru í heildarútgjöldum heimilanna þar í landi úr 43% árið 1901 í 13% árið 2002. (Sjá https://www.bls.gov/opub/uscs/report991.pdf) Þótt ég þekki ekki til sögulegra gagna um hlutfallslega eyðslu íslenskra heimila í aldanna rás má ætla að þróunin hér hafi verið svipuð og annars staðar. Eftir því sem þjóðin varð ríkari minnkaði hlutdeild matar í útgjöldum landsmanna. Í dag eyða Íslendingar um 15% í mat- og drykkjarvörur. Þetta er samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. En það hlýtur þá að vera mikill munur á þessu hlutfalli eftir tekjum fólks – er það ekki? Fólk borðar svipað mikið, fátæka fólkið eyðir miklu í mat og ríka fólkið eyðir þá öllum afganginum í flatskjái? Tölurnar segja annað: Ríkasti fjórðungur þjóðarinnar notar 14,5% af útgjöldum sinum í mat. Fátækasti fjórðungurinn notar 14,7%. Ef við tökum raftæki þá eru hlutföllin þessi: Ríkari – 1,0%, fátækari – 0,9%. Sem sagt: Enginn teljandi munur.Ómarkviss aðstoð Menn geta tekið þessar tölur og gert ýmislegt við þær. Menn geta bent á að hinir tekjuminni (t.d. námsmenn) verði í einhverjum tilfellum að taka lán fyrir neyslu sinni. Og þá, með því að nota prósentur sem summast upp í miklu meira en 100, má fá að fátækt fólk eyðir hærri prósentu af tekjum í mat, en ríkt fólk. En hið sama gildir fyrir alla aðra vöruflokka! Hið eina sem þeir prósentureikningar sýna, þar sem hluta er ekki deilt með heild, er að betra er að eiga meiri peninga en minni. En fyrst nánast engu munar á hlutfallslegum útgjöldum hinna ríkari og hinna fátækari þá er lægri matarskattur afskaplega óskilvirk leið til að hjálpa hinum síðarnefndu. Með einföldun mætti hugsa þetta svona: Fyrir hvern hundraðkall sem við ætlum að gefa fátækum manni í formi lægri matarskatta, þurfum við að gefa ríkum manni 200 kall. Virðisaukaskattur, eins sniðugur og hann er, er ekki gott tæki til tekjujöfnunar. Tekjuskattar henta betur. Það er langt því frá allt frábært sem ríkisstjórnin er að gera í ríkisfjármálum. Milljónagjafir til fólks sem varð fyrir því „óláni“ að eignast íbúð eru rugl. En það að minnka bilið milli virðisaukaskattsþrepa er góð hugmynd. Og það að hætta að innheimta 25% vörugjöld af flestum skemmtilegri raftækjum er góð hugmynd líka.Hin fyndnu pör Á fólk að borða gúmmíbangsa í staðinn fyrir brauð? Á fólk að kaupa glænýjan ísskáp sem stendur svo tómur, því það hefur ekki efni á mat? Á að lækka verðið á lúxusbílum en hækka verð á bókum? Að búa til paranir sem þessar er létt. Ef helmingur af vörum í einhverju landi lækkar og helmingur hækkar verður alltaf hægt að finna einhverja göfuga vöru sem lækkar í verði og öfugt. Ef stjórnarandstaðan kemst til valda mun hún þá lækka skatt á bækur og mat en hækka skatt á föt og aðra vörur? Vill þá Katrín Jakobsdóttir að ég krókni úr kulda, nakinn í strætóskýli, með nýprentaða íslenska skáldsögu undir handarkrikanum? Vill Árni Páll að ég drekki tómatsafann minn ókældan og helst beint úr fernunni? Og af hverju á að skattleggja pitsusneiðina lægra en hlaupaskóna? Hvaða lýðheilsuskilaboð eru það? Auðvitað snýst þetta ekki um einhverjar skoplegar paranir. Pólitík snýst heldur ekki bara um það sem var í gær og breyttist í dag heldur líka um það hvernig menn vilja virkilega hafa hlutina þegar fram í sækir. Mín skoðun er að það væri betra að hafa eina vaskprósentu, sem fæstar undantekningar og sem fæst vörugjöld. Og, já, í þannig kerfi verða bækur dýrari og tölvuleikir ódýrari. En það er ekki ríkisins að hvetja fólk til að lesa frekar bækur en að spila tölvuleiki. Það er ekki ríkisins að hvetja fólk til að setja frekar kæfu en sultu á brauðið sitt. Sérstaklega ef það gagnast hinum fátæku ekki neitt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun