Bandarískt framleiðslufyrirtæki leitar til íslenskra tökumanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 09:00 Karl er himinlifandi yfir að vinna með eintómum fagmönnum. vísir/gva „Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!
Golden Globes Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira