Bandarískt framleiðslufyrirtæki leitar til íslenskra tökumanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 09:00 Karl er himinlifandi yfir að vinna með eintómum fagmönnum. vísir/gva „Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! Golden Globes Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!
Golden Globes Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið