Veldur hver á heldur Ólafur Þ Stephensen skrifar 26. ágúst 2014 05:00 Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum. Það er stundum sagt að fjölmiðlar hafi þá eðlislægu sérstöðu meðal fyrirtækja að bíta í höndina sem fóðrar þá. Þeir birta oft neikvæðar fréttir um fyrirtæki, sem eru á meðal þeirra stærstu tekjulinda í krafti auglýsingaviðskipta. Fjölmiðill, sem lætur vera að birta slíkar fréttir vegna peningalegra hagsmuna er fljótur að glata tiltrú almennings. Þess vegna er skýr aðskilnaður ritstjórnar og auglýsingadeilda á flestum stærri fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta líka þurft að bíta í lúku eigenda sinna, sem fjármagna þá og borga laun starfsmanna, sérstaklega ef eigendurnir eru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnurekstrar eða áberandi í samfélaginu af öðrum orsökum. Margir eigendur fjölmiðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigandavaldinu. Fréttamiðill, sem fjallar ekki hlutlægt og gagnrýnið um eigendur sína eins og alla aðra, glatar trausti og þar með rýrnar virði eignar hluthafanna. Öðrum er meira sama og þeir skipta sér að vild af ritstjórnarlegri umfjöllun, ekki sízt ef hún varðar þá sjálfa eða hagsmuni þeirra. Eftir hrun voru sett ný lög hér á Íslandi um fjölmiðla, sem innihéldu í fyrsta skipti ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlunum er falið að setja sér sjálfir reglur um hvernig það skuli útfært, en reglurnar eiga meðal annars að innihalda „starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi blaða- og fréttamanna, þ.m.t. stjórnenda á því sviði, gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar.“ Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi. Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum á það nefnilega við að sá veldur sem á heldur. Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig. Þetta á við hvaða fjölmiðill sem á í hlut, ríkis- eða einkarekinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er oft til umræðu. Hugtakið hefur margvíslega merkingu; það getur þýtt að fjölmiðlar séu frjálsir og óháðir stjórnvöldum eða að þeir séu ekki málpípa eins pólitísks flokks eða hagsmunaafla. Umræðan hér á landi síðustu ár hefur þó fyrst og fremst snúizt um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart peningalegu valdi þeirra sem fjármagna sjálfa starfsemi fjölmiðlanna; auglýsendum og eigendum. Það er stundum sagt að fjölmiðlar hafi þá eðlislægu sérstöðu meðal fyrirtækja að bíta í höndina sem fóðrar þá. Þeir birta oft neikvæðar fréttir um fyrirtæki, sem eru á meðal þeirra stærstu tekjulinda í krafti auglýsingaviðskipta. Fjölmiðill, sem lætur vera að birta slíkar fréttir vegna peningalegra hagsmuna er fljótur að glata tiltrú almennings. Þess vegna er skýr aðskilnaður ritstjórnar og auglýsingadeilda á flestum stærri fjölmiðlum. Fjölmiðlar geta líka þurft að bíta í lúku eigenda sinna, sem fjármagna þá og borga laun starfsmanna, sérstaklega ef eigendurnir eru umsvifamiklir á öðrum sviðum atvinnurekstrar eða áberandi í samfélaginu af öðrum orsökum. Margir eigendur fjölmiðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigandavaldinu. Fréttamiðill, sem fjallar ekki hlutlægt og gagnrýnið um eigendur sína eins og alla aðra, glatar trausti og þar með rýrnar virði eignar hluthafanna. Öðrum er meira sama og þeir skipta sér að vild af ritstjórnarlegri umfjöllun, ekki sízt ef hún varðar þá sjálfa eða hagsmuni þeirra. Eftir hrun voru sett ný lög hér á Íslandi um fjölmiðla, sem innihéldu í fyrsta skipti ákvæði um ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlunum er falið að setja sér sjálfir reglur um hvernig það skuli útfært, en reglurnar eiga meðal annars að innihalda „starfshætti sem ætlað er að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði viðkomandi blaða- og fréttamanna, þ.m.t. stjórnenda á því sviði, gagnvart eigendum fjölmiðlaveitunnar.“ Þessi viðleitni löggjafans til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er góðra gjalda verð, enda skiptir það miklu máli í lýðræðislegu þjóðfélagi. Hins vegar er það svo að slíkur lagabókstafur og siðareglur fjölmiðla skipta litlu sem engu máli ef vilji eigenda stendur ekki til þess í raun að starfrækja sjálfstæða miðla, þar sem ritstjórnin lýtur ekki eigendavaldi. Það eru ýmsar aðferðir til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan. Ein getur verið að gera sífelldar athugasemdir við fréttaflutning sem tengist eigendunum og vona að það síist inn hjá stjórnendum ritstjórnarinnar að það sé betra að sleppa slíkri umfjöllun en að styggja eigendurna. Önnur getur verið að gera ekki beinar athugasemdir við umfjöllun sem snýr að eigendunum, heldur skrúfa upp þrýstinginn vegna annarra mála sem snúa að ritstjórninni þannig að stjórnendurnir skilji samhengið. Það getur þurft sterk bein til að þola slíkan þrýsting. Sú þriðja getur svo verið að ráða til stjórnunarstarfa á ritstjórnum fólk sem er nægilega náið og handgengið eigendunum til að láta prinsipp um ritstjórnarlegt sjálfstæði ekki þvælast fyrir sér. Í þessu efni eins og svo mörgum öðrum á það nefnilega við að sá veldur sem á heldur. Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig. Þetta á við hvaða fjölmiðill sem á í hlut, ríkis- eða einkarekinn.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun