Einkaframkvæmd Landspítala er galin Ögmundur Jónasson skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun