Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Sigurður Loftsson og Baldur Helgi Benjamínsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun