Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza ingvar haraldsson skrifar 19. júlí 2014 09:00 Hlúð að særðu palestínsku stúlkubarni en yfir tvö þúsund hafa særst á Gasa síðustu daga og yfir fjörutíu þúsund eru á vergangi. vísir/ap Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landamæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínumenn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtudag. Í heild hafa um 280 Palestínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á vergangi hefur tvöfaldast síðan innrásin hófst á fimmtudag. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í talsverðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurfum að útrýma öllum hryðjuverkamönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórnarflokksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeytum sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki. Gasa Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landamæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínumenn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtudag. Í heild hafa um 280 Palestínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á vergangi hefur tvöfaldast síðan innrásin hófst á fimmtudag. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í talsverðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurfum að útrýma öllum hryðjuverkamönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórnarflokksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeytum sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki.
Gasa Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira