Notkunin og misnotkunin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. júlí 2014 06:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun