Aðhald í krafti upplýsinga Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2014 06:00 Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafði fyrir kosningar hafnað kröfum sjálfstæðismanna í borgarstjórn og margra foreldra um að niðurstöðurnar yrðu birtar. Úrskurðarnefndin var hins vegar ósammála þeirri skoðun borgarstjórnarmeirihlutans að niðurstöðurnar væru vinnuplagg, bara fyrir sérfræðinga og fagfólk borgarinnar til að rýna. Foreldrar og allur almenningur fá nú aðgang að upplýsingum um það hvernig einstakir skólar í Reykjavík standa. Hitt er svo annað mál, að það segir okkur ekki mikið hvaða skóli kom verst út úr könnuninni og hver bezt. Undanfarna daga hefur mest verið gert úr því í fréttum að Fellaskóli hafi komið verst út í könnuninni. Það kom ekki á óvart; í skólahverfi þess skóla er hæsta hlutfall innflytjenda í borginni og mikið af fólki með lágar tekjur og litla menntun. Þess vegna var niðurstaðan fyrirséð. Um leið er þó ekki bara hægt að útskýra burt slaka niðurstöðu í PISA-könnuninni með því að íbúasamsetningin í hverfinu sé svona eða hinsegin. Nú þegar foreldrar í Reykjavík hafa fengið niðurstöðurnar í hendur, eiga þeir að spyrja skóla barnanna og borgarkerfið spurninga á borð við þessar: Hvernig kemur skólinn út í samanburði við síðustu PISA-könnun? Miðar í rétta átt eða er árangurinn niður á við? Hvernig kemur skólinn út í samanburði við skóla í hverfum þar sem dreifing íbúanna eftir tekjum, menntun og uppruna er svipuð og í mínu hverfi? Hvernig er samanburðurinn í alþjóðlegu samhengi? Eru niðurstöðurnar í samræmi við útkomu úr samræmdum prófum? Hvað gera skólarnir sem koma bezt út öðruvísi en skólar sem koma ekki eins vel út? Telja skólastjórnendur að þeir geti bætt eitthvað? Hvað getum við sem foreldrar gert öðruvísi til að styðja betur við börnin heima fyrir? PISA-niðurstöðurnar snúast þannig ekki um einhverja óheilbrigða og neikvæða samkeppni milli skóla, eins og sumir hafa haldið fram. Þær eiga að nýtast til að bæta skólastarfið, rýna hvað er vel gert og hvað síður og fyrst og fremst hvað er hægt að gera til að bæta árangur skólanna. Eftir að pólitíska kerfið hafði ákveðið að þessar niðurstöður væru bezt geymdar sem leyndarmál sem eingöngu lítill hópur fagfólks hefði aðgang að, kærði framtakssamt foreldri ákvörðunina og fékk niðurstöðurnar fram í dagsljósið. Nú ætti borgin ekki að bíða eftir næsta kærumáli, heldur þvert á móti gera opinberar og aðgengilegar allar mögulegar upplýsingar um frammistöðu skólanna í Reykjavík, sem liggja fyrir en eru ekki á almennu vitorði foreldra. Þannig er valdajafnvæginu á milli foreldra og kerfisins vissulega raskað; í upplýsingunum felst vald, sem foreldrar fá nú í auknum mæli. En það er samt ekki slæmt fyrir kerfið. Það eykur aðhaldið og er gott fyrir hið opinbera skólakerfi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun