Tónlistarhátíðin Secret Solstice
Bræðurnir í Disclosure eru taldir vera með efnilegustu raftónlistarmönnum heimsins í dag. Það var hins vegar annað uppi á teningnum á föstudagskvöldið því að margir gestir hátíðarinnar tóku ekki eftir því að rafsveitin hefði hafið DJ-settið sitt.
Það var sambland af lélegri hljóðblöndun og hræðilegri sviðsframkomu bræðranna að enginn tók eftir þeim.
Lagaval þeirra var hins vegar gott og mátti greina lög eins og When a fire starts to burn og Latch þó að hljóðið hefði í raun verið eins og að hlusta á útvarp sem er aðeins of langt í burtu.