Stærðfræðifóbía kennslukvenna bitnar á stelpum Ingibjörg Bára Sveinisdóttir skrifar 12. júní 2014 00:00 Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert NORDICPHOTOS/AFP Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. Eurovision Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar.
Eurovision Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira