Stærðfræðifóbía kennslukvenna bitnar á stelpum Ingibjörg Bára Sveinisdóttir skrifar 12. júní 2014 00:00 Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert NORDICPHOTOS/AFP Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. Eurovision Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar.
Eurovision Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira