Loksins orðin fullþroska Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:30 Hljómsveitina Amaba Dama skipa tíu hressir einstaklingar en sveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa. mynd/Margrèt guðmundsdottir „Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu. Airwaves Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
„Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu.
Airwaves Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira