Hlýtur að vera eitthvað lið heima sem hefur not fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 08:00 Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er samningslaus. Vísir/Daníel „Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
„Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira