Heimsóttu heimili Charlie Chaplin Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. maí 2014 08:30 Hér er dúettinn My Bubba í hljóðverinu í Los Angeles en stúlkurnar dvöldu þar í einn mánuð og tóku upp í tólf tíma á dag Mynd/Einkasafn „Þetta var spennandi ferðalag en krefjandi á köflum. Þetta var mikil vinna og við vorum í stúdíóinu í allavega tólf tíma á dag og borðuðum taco í hvert mál,“ segir Guðbjörg Bubba Tómasdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar My Bubba en sveitin gaf nýverið út plötuna Goes Abroader sem tekin var upp í Los Angeles. Guðbjörg skipar sveitina ásamt hinni sænsku My og hefur hún verið starfrækt í um fimm ár. „Þetta var svakalegt flott stúdíó, sem var meðal annars með skvassvelli. Við spiluðum gjarnan skvass að upptökum loknum,“ segir Guðbjörg. Húsið sem hýsir stúdíóið var upphaflega byggt af stórleikaranum Charlie Chaplin. „Tito Jackson, bróðir Michaels Jackson, bjó svo til stúdíó í húsinu.“Noah Georgeson pródúseraði plötuna en hann hefur getið sér gott orð sem samstarfsmaður Devendra Banhart og Johanna Newsom og dvöldu stúlkurnar í Los Angeles í mánuð. „Við sendum Noah skeyti því okkur langaði svo að vinna með honum og fengum svar og kýldum á þetta,“ bætir Guðbjörg við.Þær spiluðu skvass þegar upptökum lauk á kvöldin. Það er skvasssalur í stúdíóinu.Mynd/Karólína ThorarensenMy Bubba hefur ferðast um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson úr The Cardigans. „Á fyrstu tónleikunum okkar í Kaupmannahöfn kom ítalskur kaffihúsaeigandi til okkar og bauð okkur til Ítalíu að spila. Fljótlega hafði ítalskur bókari samband við okkur og höfum við í raun verið í ævintýraferð síðan eða í um fimm ár,“ útskýrir Guðbjörg. Þær hafa spilað á tónleikum úti um allan heim undanfarin ár. Á fyrstu tónleikunum áttu þær bara þrjú lög og því var hjólað í lagasmíðar fyrir Ítalíutúrinn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar í kvöld á tónleikastaðnum Hannesarholti við Grundarstíg og ætlar Snorri Helgason að hita upp.“ Platan Goes Abroader kemur út á vegum Smekkleysu hér á landi en úti um heim allan á vegum dönsku útgáfunnar Fake Diamond. Sökum ævintýra stúlknanna undanfarin ár má líkja plötunni við eins konar heimsreisu. Frekari upplýsingar um sveitina má finna hér og miðasala fer fram á midi.is. Airwaves Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
„Þetta var spennandi ferðalag en krefjandi á köflum. Þetta var mikil vinna og við vorum í stúdíóinu í allavega tólf tíma á dag og borðuðum taco í hvert mál,“ segir Guðbjörg Bubba Tómasdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar My Bubba en sveitin gaf nýverið út plötuna Goes Abroader sem tekin var upp í Los Angeles. Guðbjörg skipar sveitina ásamt hinni sænsku My og hefur hún verið starfrækt í um fimm ár. „Þetta var svakalegt flott stúdíó, sem var meðal annars með skvassvelli. Við spiluðum gjarnan skvass að upptökum loknum,“ segir Guðbjörg. Húsið sem hýsir stúdíóið var upphaflega byggt af stórleikaranum Charlie Chaplin. „Tito Jackson, bróðir Michaels Jackson, bjó svo til stúdíó í húsinu.“Noah Georgeson pródúseraði plötuna en hann hefur getið sér gott orð sem samstarfsmaður Devendra Banhart og Johanna Newsom og dvöldu stúlkurnar í Los Angeles í mánuð. „Við sendum Noah skeyti því okkur langaði svo að vinna með honum og fengum svar og kýldum á þetta,“ bætir Guðbjörg við.Þær spiluðu skvass þegar upptökum lauk á kvöldin. Það er skvasssalur í stúdíóinu.Mynd/Karólína ThorarensenMy Bubba hefur ferðast um heiminn, samið og flutt samtíma þjóðlagatónlist og tekið upp tvær breiðskífur og eina stuttskífu. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson úr The Cardigans. „Á fyrstu tónleikunum okkar í Kaupmannahöfn kom ítalskur kaffihúsaeigandi til okkar og bauð okkur til Ítalíu að spila. Fljótlega hafði ítalskur bókari samband við okkur og höfum við í raun verið í ævintýraferð síðan eða í um fimm ár,“ útskýrir Guðbjörg. Þær hafa spilað á tónleikum úti um allan heim undanfarin ár. Á fyrstu tónleikunum áttu þær bara þrjú lög og því var hjólað í lagasmíðar fyrir Ítalíutúrinn en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. „Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar í kvöld á tónleikastaðnum Hannesarholti við Grundarstíg og ætlar Snorri Helgason að hita upp.“ Platan Goes Abroader kemur út á vegum Smekkleysu hér á landi en úti um heim allan á vegum dönsku útgáfunnar Fake Diamond. Sökum ævintýra stúlknanna undanfarin ár má líkja plötunni við eins konar heimsreisu. Frekari upplýsingar um sveitina má finna hér og miðasala fer fram á midi.is.
Airwaves Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira