Lífið

Fimmta sería Game of Thrones tekin upp á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fjórða serían af Game of Thrones er nú í sýningu.
Fjórða serían af Game of Thrones er nú í sýningu.
„Það eru meiri líkur en minni á að þeir komi hingað í haust,“ segir Snorri Þórisson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus. Ef allt gengur eftir aðstoðar Pegasus tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones á Íslandi þegar fimmta þáttaröðin verður tekin upp í vetur. Ef verður af komu tökuliðsins verður þetta í fjórða sinn sem það sækir landið heim til að taka upp hluta af þessari vinsælu sjónvarpsseríu.

Verið er að leita að tökustöðum fyrir þáttaröðina og líkur eru á að þeir verði svipaðir hér á landi og í fyrra þegar hluti af fjórðu seríu var tekinn upp. Þá fóru tökur meðal annars fram við Stekkjagjá á Þingvöllum, á Hengilssvæðinu og í Þjórsárdal. „Það er verið að skoða tökustaði en ekkert er klárt að svo stöddu,“ segir Snorri.

Fjölmargir Íslendingar hafa komið að framleiðslu þáttanna og hafa margir þeirra, til að mynda starfsmenn í búninga- og förðunardeildum, fengið áframhaldandi starf hjá framleiðendum Game of Thrones á erlendri grundu.

„Við reynum að vera með sama starfsfólkið í tökunum. Það er ágætt því það kemur yfirleitt sama fólk að utan og þá þarf ekkert að kynna starfsfólkið sérstaklega,“ segir Snorri. Hann telur komu tökuliðsins til landsins hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan kvikmyndabransa.

„Þetta er góð viðbót fyrir kvikmyndagerðarmenn því tökuliðið kemur yfirleitt á þeim tíma þegar er frekar lítið að gera í þessum bransa hér heima.“


Tengdar fréttir

Sjáðu atriðið úr Game of Thrones

Aðdáendur af þáttunum Game og Thrones brá nokkuð í brún þegar nýjasti þátturinn fór í loftið en í upphafi þáttarins má sjá atriði sem ber merki um gróft kynferðislegt ofbeldi.

Með lag í Game of Thrones

So close to being free með Eivöru Pálsdóttur heyrist í stiklu fyrir þættina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×