Við ætlum samt að svíkja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2014 06:00 Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun