Slysið á Everest setti strik í reikninginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 09:15 Baltasar Kormákur er kominn heim eftir tökur á stórmyndinni Everest. Nordicphotos/Getty „Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015. Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015.
Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00
Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44
Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19
Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45