Bara gumpurinn upp úr? Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. apríl 2014 11:37 Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar