Ráðdeild eða refsivöndur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. mars 2014 07:00 Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun