Áfram á vondum stað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. mars 2014 06:30 Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun