Hvað kosta höftin? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar