Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2014 07:00 Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni reyna að hughreista hvor annan í Peking í Kína. Mynd/AP Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira