Túrtsjínov tekur við til bráðabirgða Freyr Bjarnason skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Oleksandr Túrtsjínov, til hægri, er orðinn bráðabirgðaforseti Úkraínu. vísir/AFP Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Úkraína Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Sjá meira
Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Úkraína Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Sjá meira