Að velja bestu leiðina Þórarinn Eyfjörð skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er?
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun