Skrúfað fyrir bull Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2014 09:52 Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun