Þjóðarsátt gegn dagforeldrum Pawel Bartoszek skrifar 10. janúar 2014 06:00 Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar