Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2014 13:51 Ekki hafa fleiri látist í flugslysum á einu ári síðan 2005. Vísir/Getty Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira