Það vinsælasta hjá Google árið 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2014 15:07 Leikkonan Jennifer Lawrence var vinsæl hjá notendum Google í ár. Tæknirisinn Google hefur nú tekið saman tölfræðiupplýsingar úr leitarvélum sínum fyrir árið sem er að líða. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um forvitni jarðarbúa og má sjá að gífurlega margir leituðu svara við spurningunum af hverju hundar éta gras og hvernig eigi að klæðast trefli. Leikkonan Jennifer Lawrence var vinsæl hjá notendum Google í ár og Renee Zellweger einnig. Leikarinn Jared Leto var sömuleiðis vinsæll sem og Matthew McConaughey. Fjölmargir leituðu að upplýsingum um leikarann Robin Williams, sem að lést á árinu. Það ætti einnig ekki að koma á óvart að teiknimyndin Frozen hafi verið gífurlega vinsæl á Google. Þegar kemur að spurningum um útlit var spurningin: Hvernig er hægt að losna við bólur? vinsælust. Þar á eftir kom: Hvernig er hægt að losna við húðslit? Þriðja vinsælasta spurning var hins vegar hve oft á að þvo sér? Í hálfleik í undanúrslitaleik Þýskalands og Brasilíu á HM í fótbolta í sumar leitaði gífurlegur fjöldi fólks með orðunum „highest world cup victory“ eða stærsti sigur á HM. Leikmaðurinn sem langflestir flettu upp var James Rodriguz og á eftir honum kom Luis Suárez. Notendur Google sýndu einnig leitinni að malasísku flugvélinni MH370 mikinn áhuga. Allt í allt var leitað með MH370 rúmlega tvö hundruð milljón sinnum. Malaysia airlines var í níunda sæti yfir fjölda leita. iPhone 6 er vinsælasti snjallsíminn á Google. Game of Thrones er vinsælasti sjónvarpsþátturinn og Destiny vinsælasti tölvuleikurinn. Frekari upplýsingar um leitir jarðarbúa á Google má sjá hér á síðu fyrirtækisins. Fréttir ársins 2014 Game of Thrones Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur nú tekið saman tölfræðiupplýsingar úr leitarvélum sínum fyrir árið sem er að líða. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um forvitni jarðarbúa og má sjá að gífurlega margir leituðu svara við spurningunum af hverju hundar éta gras og hvernig eigi að klæðast trefli. Leikkonan Jennifer Lawrence var vinsæl hjá notendum Google í ár og Renee Zellweger einnig. Leikarinn Jared Leto var sömuleiðis vinsæll sem og Matthew McConaughey. Fjölmargir leituðu að upplýsingum um leikarann Robin Williams, sem að lést á árinu. Það ætti einnig ekki að koma á óvart að teiknimyndin Frozen hafi verið gífurlega vinsæl á Google. Þegar kemur að spurningum um útlit var spurningin: Hvernig er hægt að losna við bólur? vinsælust. Þar á eftir kom: Hvernig er hægt að losna við húðslit? Þriðja vinsælasta spurning var hins vegar hve oft á að þvo sér? Í hálfleik í undanúrslitaleik Þýskalands og Brasilíu á HM í fótbolta í sumar leitaði gífurlegur fjöldi fólks með orðunum „highest world cup victory“ eða stærsti sigur á HM. Leikmaðurinn sem langflestir flettu upp var James Rodriguz og á eftir honum kom Luis Suárez. Notendur Google sýndu einnig leitinni að malasísku flugvélinni MH370 mikinn áhuga. Allt í allt var leitað með MH370 rúmlega tvö hundruð milljón sinnum. Malaysia airlines var í níunda sæti yfir fjölda leita. iPhone 6 er vinsælasti snjallsíminn á Google. Game of Thrones er vinsælasti sjónvarpsþátturinn og Destiny vinsælasti tölvuleikurinn. Frekari upplýsingar um leitir jarðarbúa á Google má sjá hér á síðu fyrirtækisins.
Fréttir ársins 2014 Game of Thrones Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira