Afar sérkennilega uppákoma varð á leik Chicago Bears og New Orleans Saints í NFL-deildinni á mánudag. Leikurinn fór fram á heimavelli Bears, Soldier Field.
Þá tóku nokkrir stuðningsmenn Saints upp á því að hertaka sæti eiganda Bears, George McCaskey. Fór það framhjá öryggisvörðum vallarins.
Er McCaskey mætti á svæðið bað hann mennina kurteislegaa um að standa upp og fara í þau sæti sem þeir hefðu keypt á vellinum.
Mennirnir neituðu að verða við þeirri eðlilegu bón. Er McCaskey gekk áleiðis til öryggisvarða að ná í aðstoð hljóp einn af Saints-mönnunum á eftir honum og ýtti svo fast á bak McCaskey að hann féll til jarðar.
Einn stuðningsmaður Bears sá uppákomuna og kom eiganda sínum til bjargar með því að tækla Saints-manninn með látum í jörðina.
Saints-stuðningsmanninum var vísað af vellinum og einnig hefur hann verið kærður fyrir hegðun sína.
Hrinti eiganda Bears

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





