Erlent

„Baráttan gegn ISIS gæti tekið mörg ár“

Atli Ísleifsson skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að baráttan gegn liðsmönnum ISIS gæti tekið mörg ár.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að baráttan gegn liðsmönnum ISIS gæti tekið mörg ár. Vísir/AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að baráttan gegn liðsmönnum ISIS gæti tekið mörg ár.

Kerry ávarpaði fyrr í dag fulltrúa þeirra bandalagsríkja sem taka þátt í stríðinu gegn ISIS á fundi í Brussel. Sagði Kerry að ríkin myndu heyja baráttuna „eins lengi og þörf krefur“.

Utanríkisráðherrar um sextíu ríkja funda nú í höfuðstöðvum NATO.

Orrustuþotur bandalagsríkjanna hafa gert loftárásir á skotmörk ISIS í Írak og Sýrlandi síðustu mánuði, en í frétt BBC kemur fram að Bandaríkjastjórn hafi ekki sagst tengjast árásum Íranshers gegn liðsmönnum ISIS í Irak síðustu daga. Íranir hafa gert loftárásir í Diyala-héraði í austurhluta Íraks að undanförnu.

Kerry sagði fjölbreytni bandalagsríkjanna vera merki um styrk og að hagsmunum og gildum þeirra stafaði mikil hætta af uppgangi ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×