Stöð 2 í samstarf við HBO Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:40 Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla og Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO. ,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“ Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“
Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira