Verðtrygging á brauðfótum – nýtt tækifæri? Skjóðan skrifar 26. nóvember 2014 13:00 Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
EFTA-dómstóllinn hristi í byrjun vikunnar rækilega við landanum með ráðgefandi áliti sínu um að framkvæmd verðtryggingar á Íslandi sé ólögleg þar sem gert sé ráð fyrir núll prósent verðbólgu í greiðsluáætlunum við lántöku. Fyrir vikið gefur greiðsluáætlun ekki raunhæfa mynd af áætluðum kostnaði lántakenda af lántökunni. Slíkt brýtur gegn neytendaverndarreglum ESB, sem Alþingi hefur að mestu lögfest hér á landi. Umfang verðtryggðra lána í íslenska hagkerfinu slagar hátt í 2.000 milljarða ef saman eru tekin lán til heimila og fyrirtækja. Megnið af þessu eru lán til heimilanna og af þeim er Íbúðalánasjóður (ÍLS) með röskan helming. Lífeyrissjóðirnir eiga svo megnið af kröfunum á ÍLS. Meti íslenskir dómstólar verðtrygginguna sem óréttmætan skilmála í lánasamningum vegna þessa er ljóst að verðtryggð lán verða færð niður um nokkur hundruð milljarða. Ljóst er að bankarnir, alla vega endurreistu bankarnir þrír, standa slíka niðurfærslu vel af sér enda fengu þeir verðtryggð lán flutt yfir á miklum afslætti úr gömlu bönkunum eftir hrun. Á pappír er eiginfjárstaða þeirra mjög sterk og þeir mega við högginu. Margir hafa áhyggjur af ÍLS og lífeyrissjóðunum. ÍLS er gjaldþrota fyrirtæki með ríkisábyrgð en hve langt nær ríkisábyrgðin? Nokkuð ljóst er að ríkið hefur í hendi sér að greiða kröfuhöfum sjóðsins skuldbindingar hans á mjög löngum tíma og án vaxta og verðtryggingar. Lífeyrissjóðirnir munu á endanum neyðast til að taka á sig rýrnun eigna ÍLS vegna ólöglegrar framkvæmdar á verðtryggingunni og er þá ekki hagur sjóðsfélaga í mikilli hættu? Þegar þessari spurningu er svarað er vert að íhuga hver er staða lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Þeir sjóðsfélagar sem farnir eru að taka lífeyri í almenna kerfinu verða fyrir miklum skerðingum vegna samtvinnunar við greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og raunar er búið að skerða verulega réttindi á hinum almenna markaði. Ef til vill gefur niðurfærsla verðtryggðra lána kost á uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi. Niðurfærsla upp á tugi prósenta stórbætir greiðslustöðu og eignamyndun þeirra sem nú eru að borga af verðtryggðum lánum. Samhliða er ekki aðeins mögulegt heldur nauðsynlegt að samræma almenna lífeyriskerfið og kerfið sem opinberir starfsmenn njóta. Mælir eitthvað gegn því að líta á eignamyndun í eigin húsnæði sem hluta af lífeyrissparnaði fólks? Kannski hefur EFTA-dómstóllinn gefið okkur tækifæri til að stokka upp íslenskan fjármálamarkað og skapa umhverfi sem hæfir betur vestrænu lýðræðisríki en þriðja heiminum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira