Unnið að aðgerðum í þágu leigjenda Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 13:44 Eygló bendir á að hvatning felist í séreignalífeyrissparnaðarleiðinni fyrir ungt fólk á leigumarkaði. Vísir Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum. Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Unnið er að aðgerðum í þágu þeirra sem eru á leigumarkaði samkvæmt Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þetta sagði hún í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún hafnaði því að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnist ekki leigjendum. Eygló segir að það hafi komið skýrt fram að stjórnvöld séu að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum. „Bæði hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármála-og efnahagsráðherra sögðu á kynningunni og við blaðamenn á kynningunni að það væri verið að vinna að tillögum sem snúa að leigjendum og við höfum sýnt það, svo sannarlega, að þessir menn standa við orð sín,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að horfa framhjá leigjendum í aðgerðum sem kynntar voru á mánudag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra en hann var fyrirspyrjandi í umræðunum í dag. „Fólkið á leigumarkaðnum varð fyrir alveg sama áfallinu, leiga þess hækkaði í takt við þá óðaverðbólgu sem hér varð eftir hrun,“ sagði Helgi. „Ég held að flestum, ef ekki öllum, í þessum sal finnist það sjálfsagt sanngirnis- og réttlætismál að fyrst verið er að leiðrétta verðtryggð lán hjá þeim sem þó eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði hljóti þeir sem eru á leigumarkaði að eiga að njóta sams konar aðgerða.“ Eygló hafnaði því að leigjendur fengu ekki ávinning af skuldaaðgerðunum. „Það er raunar töluverður hluti af skuldaleiðréttingunni sem fer í persónuafslátt vegna þess að fólk er ekki lengur með lán,“ sagði hún. „Síðan vil ég benda á að í séreignarsparnaðinum er sérstaklega verið að hvetja ungt fólk, sem er þá væntanlega á leigumarkaðnum, til þess að leggja til hliðar og það getur þá notað það sem útborgun til kaupa á húsnæði,“ sagði Eygló í umræðunum.
Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira