Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 14:40 Eins og sjá má er auga konunnar illa leikið eftir að sprautan sprakk. aðsend Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. „Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum. Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum.
Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira